Vill að óháður sérfræðingur skoði Fasteign

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bæjarráð Reykjanesbæjar hafnaði í gær tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingar um að fá óháðan sérfræðing til að gera sjálfstæða úttekt á fyrirliggjandi samningsdrögum um Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og fjárhagslegum skuldbindingum vegna félagsins.

Verið er að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningar Fasteignir, en félagið er skuldum vafið. Flestallar húseignir sem Reykjanesbær átti voru fyrir nokkrum árum fluttar yfir í Fasteign. Bæjarráð hefur allt þetta ár fjallað um fyrirliggjandi tillögur um endurskipulagningu á fjárhag félagsins. Málið var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær en þá mætti Lárus Blöndal hrl á fundinn og svaraði spurningum fulltrúa í bæjarráði.

Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði til að bæjarráð sameinaðist um að ráða óháðan sérfræðing, sem ekki hefur starfað fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign né Capacent, og fæli honum að gera sjálfstæða úttekt á fyrirliggjandi samningsdrögum og fjárhagslegum skuldbindingum. Tillögunni var vísað frá.

„Ljóst er að afdrif EFF mun hafa áhrif á fjárhag bæjarins til langrar framtíðar næstu árin og því eðlilegt að íbúar bæjarins verði upplýstir um málið og sé gefið tækifæri á að tjá skoðun sína,“ segir í bókun sem Friðjón lagði fram á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert