Borgarahreyfingin þarf að borga

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Borgarahreyfingin hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmd til að greiða Gunnari Sigurðssyni leikstjóra og Herberti Sveinbjörnssyni á þriðju milljón króna vegna vinnu við gerð myndbanda fyrir flokkinn.

Ágreiningurinn snerist um greiðslu launa, en Herbert og Gunnar gerðu samning um að vinna nokkrar stuttmyndir fyrir flokkinn. Þeir eru meðal stofnenda Borgarahreyfingarinnar. Samkomulag varð á milli þeirra og hreyfingarinnar um að þeir gerðu nokkrar stuttmyndir þar sem lögð væri áhersla á stefnumál flokksins. Þeir náðu hins vegar ekki að ljúka þessu verkefni vegna þess að ágreiningur kom upp milli þeirrar og stjórnar flokksins í kjölfar breytinga á stjórn.

Gunnar og Herbert töldu hins vegar að þeir hefðu verið með tímabundinn ráðningarsamning í höndunum og vildu að hann yrði virtur. Dómarinn féllst á meginkröfur þeirra og dæmdi Borgarahreyfinguna til að greiða Herberti 1,5 milljónir og Gunnari 1,1 milljón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert