Fylgjast grannt með

Hengilssvæðið.
Hengilssvæðið. mbl.is/RAX

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Hengilssvæðinu og í Mýrdalsjökli í dag og í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru flestir skjálftarnir undir tveimur stigum að stærð og er enginn sérstakur viðbúnaður vegna þessa. Hins vegar er grannt fylgst með svæðinu.

Í hádeginu í dag varð jarðskjálfti í Hveragerði sem var 3,1 stig að stærð. Upptök skjálftans voru norðarlega í Ingólfsfjalli. Nokkrir smærri skjálftar fylgdu kjölfarið, en sá stærsti mældist vera 1,9 að stærð. Veðurstofan tekur þó fram að um óyfirfarnar niðurstöður sé að ræða og þykir líklegt að styrkurinn hafi verið minni.

Veðurstofan segir að aukin skjálftavirkni hafi mælst á Hengilssvæðinu undanfarnar vikur og er búist við smáskjálftum áfram. Hvað varðar Mýrdalsjökul þá mælist ávallt einhver virkni þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert