Lokuðu sig inni á salerni flugvélar

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn smygluðu sér inn í flugvél Icelandair í nótt, en vélin var á leið til Kaupmannahafnar. Þeir lokuðu sig inni á salerni vélarinnar. Um fjögurra tíma seinkun varð á flugi vélarinnar, en hún fór í loftið um kl. fimm í morgun.

Það voru flugmenn vélarinnar sem urðu varir við mennina þegar þeir mættu til starfa um miðnættið. Þeir höfðu lokað sig inni á klósetti og neituðu að opna. Kallað var á lögreglu sem náði að lokum að opna dyrnar og handtaka mennina.

Vegna tafa sem þetta mál olli var áhöfn flugvélarinnar að komast fram yfir þann tíma sem hún má vera í vinnu og því þurfti að kalla út aðra áhöfn. Jafnframt var ákveðið að önnur flugvél færi í flugið.

Ekki liggur fyrir hvernig mennirnir komust inn á flugvallarsvæðið og inn í flugvélina. Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert