Sverrir Þór Gunnarsson er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag og vísar til brasilíska fréttavefsins Globo.
Þar segir jafnframt að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið látin vita þegar Sverrir var handtekinn í Rio de Janeiro fyrir viku og nú sé það undir Hæstarétti Brasilíu komið hvort hann verði framseldur til Spánar til að afplána refsinguna.