Flúði níu ára dóm

Lögreglan í Brasilíu handtók tvo karlmenn vegna smygls á e-töflum. …
Lögreglan í Brasilíu handtók tvo karlmenn vegna smygls á e-töflum. Sverrir Þór Gunnarsson er annar þeirra handteknu. mbl.is

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son er með níu ára óafplánaðan fang­els­is­dóm á bak­inu á Spáni fyr­ir fíkni­efna­smygl. Hann lagði á flótta eft­ir að dóm­ur­inn féll og síðan hef­ur hann verið eft­ir­lýst­ur af spænsk­um yf­ir­völd­um. Frétta­blaðið grein­ir frá þessu í dag og vís­ar til bras­il­íska frétta­vefs­ins Glo­bo.

Þar seg­ir jafn­framt að alþjóðalög­regl­an In­terpol hafi verið lát­in vita þegar Sverr­ir var hand­tek­inn í Rio de Jan­eiro fyr­ir viku og nú sé það und­ir Hæsta­rétti Bras­il­íu komið hvort hann verði fram­seld­ur til Spán­ar til að afplána refs­ing­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert