Mörður kemur njólanum og borgaryfirvöldum til varnar

Órækt í Reykjavík.
Órækt í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar kemur borgaryfirvöldum til varnar í pistli á vefsvæði sínu. Hann segir snöggskornar grasflatir með standardgróðri einkenni amerískrar bílaborgar sem gerðar hafi verið að fyrirmynd í Reykjavík í kringum 1960. „Nú eiga þeir tímar loksins að vera liðnir. Lifi njólinn!“

Í pistli sínum veltir Mörður því fyrir sér hvers vegna upp spretti „ótrúlegur pirringur út í náttúrulegan gróður á umferðareyjum og túnskikum í Reykjavík? Og þessi hystería yfir að ekki skuli heyjað í borginni mörgum sinnum á sumri?“

Hann segir að í borgarlandinu hafi verið og séu melar og mýrar fyrst og fremst og þar eigi að vera þau grös sem að fornu spruttu. „[Þ]ar á meðal hvannjólinn, sem er eiginlega einkennisjurt höfuðborgarinnar, og partur af heimi æskuáranna.

[...]

Við bara búum hérna í einmitt þessari náttúru, og það er segin saga að þessar gervilegu skrúðgrastorfur láta sífellt undan síga fyrir reykvískum villigróðri nema með ævintýralegu nostri. En það nostur á heima í görðum, húsgörðum fjölskyldnanna og sameiginlegum garðsvæðum íbúanna, ekki á almennu reykvísku bersvæði.“

mbl.is/Sverrir Vilhjálmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka