Ástand mannsins sem slasaðist á Bestu útihátíðinni á föstudagskvöld er stöðugt. Að sögn vakthafandi læknis hlaut maðurinn brunasár en ekki liggur fyrir hvenær hann verður útskrifaður af gjörgæslu. Á vef lögreglunnar á Hvolsvelli kemur fram að maðurinn hafi fengið áverka í andliti, höndum og á fótum.
Slysið varð þegar maðurinn var að fylla kút á litboltabyssu á hátíðarsvæðinu.