Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið rafmagnsbíl í notkun. Bifreiðin sem er af gerðinni Mitsubishi MiEV og er kölluð Jarðarberið, verður tímabundið í notkun.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðstoðarlögreglustjórarnir Jón HB Snorrason og Hörður Jóhannesson hafi prófað bílinn í dag og báðir gefið honum góða einkunn.
Jarðarberið er fjögurra manna og hefur um 60-70 km drægni á einni hleðslu. Það á því að að henta einstaklega vel til innanbæjaraksturs. Það er iðnaðarráðuneytið sem á bíllinn, en þessar vikurnar er hann lánaður út til fyrirtækja og stofnana.