Má flytja inn en ekki framleiða

Reglugerð ráðherra heimilar innflutning á ógerilsneyddum osti til einkanota.
Reglugerð ráðherra heimilar innflutning á ógerilsneyddum osti til einkanota. mbl.is/Árni Sæberg

Landssamband kúabænda hefur lýst yfir furðu sinni á því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi heimilað með nýrri reglugerð að flytja inn til landsins til einkanota ost sem unninn er úr ógerilsneyddri mjólk. Óánægja kúabænda snýr að því að innlendum framleiðendum er óheimilt að framleiða vörur til sölu úr ógerilsneyddri mjólk.

Þann 23. maí sl. undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Í f-lið 3. gr. reglugerðarinnar segir svo: "Þó er heimilt að flytja til landsins allt að 1 kg af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota en ráðherra getur heimilað innflutning á meira magni í sama tilgangi."

„Vegna þessa þykir Landssambandi kúabænda rétt að benda á að hér á landi er í gildi reglugerð frá 2002 um mjólk og mjólkurvörur. Samkvæmt 16. gr. hennar er hérlendum framleiðendum óheimilt að framleiða til sölu, vörur úr ógerilsneyddri mjólk. Sú ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila innflutning á vörum sem innlendum framleiðendum er með öllu óheimilt að selja neytendum á Íslandi, hlýtur því að vekja mikla furðu,“ segir í tilkynningu Landssambands kúabænda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert