Vill gagngera endurskoðun

Tveir menn laumuðust um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli um …
Tveir menn laumuðust um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli um helgina mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Út frá ör­ygg­is­sjón­ar­miðum þá skýt­ur það skökku við að leitað sé í þaula á farþegum ann­ars veg­ar og hins veg­ar kom­ist menn yfir girðingu um borð í flug­vél. Þetta er mót­sagn­ar­kennt,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra, aðspurður út í at­vik þar sem tveir menn náðu að klifra yfir girðingu og kom­ast inn á sal­erni um borð í flug­vél Icelanda­ir sem var á leið til Kaup­manna­hafn­ar.

Að sögn Ögmund­ar er al­veg ljóst að menn muni taka þessi ör­ygg­is­mál til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar í ljósi þessa at­b­urðar. Aðspurður hvort málið verði tekið upp inn­an ráðuneyt­is­ins seg­ir Ögmund­ur: „Ég geri ráð fyr­ir því að hafa sam­band við Isa­via og lög­regl­una á Suður­nesj­um, sem hef­ur ör­ygg­is­mál­in á sinni könnu, og fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið. Síðan yrði það metið í kjöl­farið hvort grípa þyrfti til ein­hverra sér­stakra ráðstaf­ana.“

Þá seg­ir Ögmund­ur, aðspurður, að inn­an­rík­is­ráðuneytið hafi ekki fengið nein sím­töl frá alþjóðleg­um stofn­un­um á borð við t.d. Alþjóðlegu flug­mála­stofn­un­ina. „Al­mennt tel ég að ör­ygg­is­mál­um sé vel komið á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þess vegna kem­ur það manni svo á óvart að þetta skuli ger­ast,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert