Andalífið blómstrar á Tjörninni

Endur á Tjörninni.
Endur á Tjörninni. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Svo virðist sem meiri viðkoma sé Tjörninni í miðborg Reykjavíkur en undanfarin sumur. Á vefsvæði Reykjavíkurborgar segir að andalífið blómstri þessa dagana og stokkendur sem synda með unga sína eiga í fullt í fangi með að passa upp á ungahópa sína, enda geti ungarnir verið allt að átta.

„Þær endur sem eru með minnstu ungana halda sig við tjarnarbakkann og skjótast með þá í skjól undir maríustakk eða annan gróður þegar helsti vargurinn í tjarnarsamfélaginu, sílamáfurinn, nálgast,“ segir í frétt Reykjavíkurborgar.

Þá er á það minnt að andarungarnir éta helst skordýralirfur og önnur vatnasmádýr sem innihalda mikið prótín. Brauð kemur ekki í staðinn fyrir þá fæðu og því eigi ekki að gefa öndunum brauð á þessum árstíma. Það laði einnig að vargfuglinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert