Lestur á Fréttablaðinu minnkar

Capasent fylgist mánaðarlega með lestri blað.
Capasent fylgist mánaðarlega með lestri blað.

Lestur á Fréttablaðinu hefur á einu ári minnkað úr 61,3% í 58,6%. Lestur á Morgunblaðinu hefur á sama tíma farið úr 31,7% í 33,3%.

Þetta kemur fram í fjölmiðlakönnun Capacent, en fyrirtækið fylgist mánaðarlega með lestri á fjölmiðlum.

Lestur á dagblöðum dregst jafnan aðeins saman yfir sumarið. Lestur Fréttablaðsins dróst saman um 0,4 prósentustig frá maí til júní á meðan samdrátturinn hjá Morgunblaðinu er innan við 0,1 prósentustig.

Ef lesturinn í júní er borinn saman við lesturinn í júní í fyrra er niðurstaðan sú að lestur á Fréttablaðinu minnkar úr 61,3% í 58,6%. Lestur á Morgunblaðinu eykst hins vegar úr 31,7% í 33,3%.

Lestur á Fréttatímanum í júní var 41,8% en var 40,4% fyrir ári. Lestur á Finni hefur farið úr 26,6% í 30,5%. Lestur á DV hefur farið úr 13% í 11,25%. Lestur á Viðskiptablaðinu hefur farið úr 10,2% í 9,6%.

Í Prentmiðlakönnun Capacent Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti allt árið. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtaki eru Íslendingar á aldrinum 12-80 ára af landinu öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert