Mjög óvenjulegt veðurfar

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir veðurfarið í sumar vera afar óvenjulegt, jafnvel í hinu stóra samhengi. Það stefni í met í sólarstundum yfir sumarið bæði hér suðvestanlands en einnig norður á Akureyri. Úrkoma í Stykkishólmi hafi ekki mælst minni í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 1856.


Trausti segir hæðarhrygg í háloftunum með hlýju lofti hafa ílengst vestan við landið og hafa haft mikil áhrif og þrátt fyrir að norðanátt hafi verið ríkjandi hafi þó verið hlýtt. Hann segir að þegar litið sé yfir langt tímabil megi finna eitt og eitt ár þar sem veðurfar sé óvenjulega gott eins og nú er raunin en hann bendir jafnframt á að undanfarin ár hafi verið sólrík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert