„Allir fimm fóru þeir í að taka manninn tökum“

TOPSHOTS Nadezhda Tolokonnikova, einn hljómsveitarmeðlima Pussy riot sést hér í …
TOPSHOTS Nadezhda Tolokonnikova, einn hljómsveitarmeðlima Pussy riot sést hér í hlekkjum. ALEXANDER NEMENOV

„Hann var fyrir lögreglunni þegar mótmælendur ætluðu að taka átti niður rússneska fánann. Það var hans stóri glæpur,“ segir Snærós Sindradóttir sem stödd var meðal mótmælenda fyrir framan rússneska sendiráðið í dag.

Mótmælendur gerðu sig líklega til þess að taka niður rússneska fánann þegar lögregluna bar að garði. Einn mótmælenda var handtekinn og færður inn í lögreglubíl í kjölfarið. „Þeir voru mjög grófir við hann. Þeir tóku hann kverkataki, beygðu hann, teygðu og sveigðu. Það er eitthvað brogað við það hvernig lögreglan tók á þessum manni sem ekki hafði gert neitt af sér,“ segir Snærós.

Hún segir að lögreglan hafi verið á staðnum allan tímann á meðan á mótmælunum stóð. Hún hafi setið inn í bíl þar til stympinganna kom. ,,Vanalega reynir lögreglan að tala við mótmælendur. En það kom ekki orð af þeirra vörum. Allir fimm fóru þeir í að taka manninn tökum í stað þess að reyna að stöðva það þegar fáninn var tekinn,“ segir Snærós.  

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittist maðurinn að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af öðrum aðila sem virtist ætla að draga einhverja dulu upp í flaggstöng sendiráðsins.

Maðurinn er nú til yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann verður væntanlega kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrir að hindra lögreglumenn í starfi.

Maðurinn sem var handtekinn var að mótmæla handtökum rússneskra yfirvalda á meðlimum pönkhjómsveitarinnar Pussy Riot. Meðlimirnir, sem eru allir kvenkyns, voru handteknar vegna mótmæla við stjórn Vladimir Putins.

Snærós Sindradóttir.
Snærós Sindradóttir. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert