Ungir jafnaðarmenn ósáttir við breytingar á Ingólfstorgi

Natan Kolbeinsson formaður Hallveigar UJR
Natan Kolbeinsson formaður Hallveigar UJR

Hallveig, ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, harmar þær endurbætur á miðbæ Reykjavíkur sem fyrirhugað er að fara í með byggingu hótels.

„Með byggingu hótels við Ingólfstorg, Fógetagarðinn og Austurvöll er ekki bara verið að varpa skugga á Austurvöll sem þúsundir Reykvíkinga nota á sumrin heldur er líka verið að spilla einstakri borgarmynd sem er á svæðinu.

Hallveig UJR harmar það einnig að í þessum endurbótum sem ráðast á í sé sal samkomuhússins Nasa fórnað en Nasa er sögulegur staður og á mjög sterkar rætur í menningar- og skemmtanalífi Reykjavíkur. Gerir Hallveig UJR sér fullkomlega grein fyrir samt sem áður að borgaryfirvöld hafa lítið vald yfir einkaeigu en hefðu samt sem áður átt að leitast við að semja við eigendur Nasa um að hlífa þeim hluta hússins sem stendur til að rífa vegna menningarlegs gildis hússins.

Hallveig UJR harmar þessar tillögur og telur að borgaryfirvöld eigi að taka málið til algjörrar endurskoðunar og leita eftir því að mynda sátt í þessu erfiða máli,“ segir í tilkynningu Hallveigar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert