Ögmundur: „Við fengum gula spjaldið“

mbl.is/Eggert

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra seg­ir að nokkuð hafi verið spurt um það hvort og þá hver komi til með að axla ábyrgð varðandi hæl­is­leit­end­urna tvo sem tókst að smygla sér um borð í flug­vél Icelanda­ir um sl. helgi. „Ég hef svarað því til að menn séu að axla ábyrgð með því að finna brota­lam­irn­ar og laga þær,“ skrif­ar Ögmund­ur á bloggsíðu sína.

„Hið sak­næma í mál­inu væri af allt öðrum toga, það er að segja ef mönn­un­um tveim­ur hefði verið veitt ein­hver aðstoð við að kom­ast inn á flug­vall­ar­svæðið. Ekk­ert hef­ur komið í ljós sem bend­ir til að svo hafi verið. Mér finnst að í þessu, sem reynd­ar öðru, sé mik­il­vægt að gera hvorki of mikið né of lítið úr þessu at­viki. Við feng­um gula spjaldið og drög­um okk­ar lær­dóma af því. Svo ein­falt er það,“ skrif­ar inn­an­rík­is­ráðherra.  

Hann seg­ir að mönn­um hafi eðli­lega brugðið í brún við að heyra frétt­ir af at­vik­inu sem átti sér stað á Kefla­vík­ur­flug­velli.

„Það á kannski helst við þá aðila sem sinna ör­ygg­is­mál­um á svæðinu, Isa­via, enda kölluðu stjórn­end­ur þar á bæ þegar í stað lög­regl­una á Suður­nesj­um á vett­vang til að rann­saka málið. Þegar þeirri rann­sókn lýk­ur fær Flug­mála­stjórn öll gögn í hend­ur en hún er sú stofn­un sem hef­ur eft­ir­lit með mál­efn­um flugs og flug­mála á Íslandi og er ábyrg gagn­vart Alþjóðaflug­mála­stofn­un,“ skrif­ar Ögmund­ur.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert