Fargjöldin ódýrari en í vor

Kaupmannahöfn Danmörk
Kaupmannahöfn Danmörk mbl.is

Verð á Kaupmannahafnarferð í ágúst er fimm þúsund krónum ódýrari í dag heldur en ef ferðin hefði verið bókuð í vor. Lundúnafarinn myndi líka borga minna í dag en hann gerði í vor. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Um miðjan maí kostaði farmiði til London í viku 32 (6.-12. ágúst) að lágmarki 35.351 krónu. Í dag er hægt að fá far til borgarinnar, á sama tíma, sem er næstum því 3000 krónum lægra. Í báðum tilvikum er um að ræða fargjöld hjá Iceland Express. Félagið er því enn ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til London í þessari annarri viku ágústmánaðar.

Í dag er hægt að fá farmiða hjá WOW air í viku 32 til Kaupmannahafnar sem kosta 34.860 krónur. Það er 5000 krónum ódýrara en lægsta verðið félagsins var þann 18. maí þegar Túristi kannaði verðlagið í annarri viku ágústmánaðar. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa hækkað sín verð á þessum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert