Fór 14 metra niður bratta brekku

Hæðarmunur á þeim stað sem rútan endaði á og þjóðveginum …
Hæðarmunur á þeim stað sem rútan endaði á og þjóðveginum er 14 metrar. Rútan stöðvaðist á moldarbakka. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Rúta með þýskum ferðamönnum innanborðs lenti utan vegar þegar hún ætlaði að taka fram úr bíl með hjólhýsi í eftirdragi.

Bílinn rásaði í átt rútunnar þegar framúraksturinn átti sér stað og tók ökumaður rútunnar þá ákvörðun að keyra út fyrir veg til þess að forða því að rútan ylti. Rútan fór niður bratta brekku. Hæðarmunur á þeim stað sem rútan endaði á og þjóðveginum er 14 metrar. Rútan stöðvaðist á moldarbakka.

Lögreglan á Húsavík var kölluð út auk þess sem björgunarsveit Landsbjargar fór til aðstoðar. Engin meiðsl urðu á farþegum og stuttu síðar kom önnur rúta sem flutti farþegana áfram. Slysið átti sér stað á Mývatnsvegi vestan við Másvatn.

Sjá frétt Rúta fór út af

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert