Meinað að snúa aftur til Íslands

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/ Rax

Forstöðumönnum dýraskýlis sem björguðu íslenskum sel sem synti alla leið til Englands hefur nú verið tjáð að ekki megi koma með selinn aftur til Íslands vegna smithættu.  Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið.

Urtan, sem nefnd var Eve, synti í desember síðastliðnum frá Íslandsströndum alla leið til bæjarins Skegness, sem er á austurhluta Englands. Þar var henni bjargað af starfsfólki Natureland í Skegness, sem leituðu í kjölfarið til íslenska sendiráðsins í London sem hafi beint þeim áfram til umhverfisráðuneytisins hér á landi. Þar hefur þeim nú verið tjáð að ekki sé unnt að standa að endurkomu selsins, þar sem hættan sé sú að Eve hafi smitast af einhverjum sjúkdómi við strendur Englands, sem gæti þá breiðst út til selastofnsins hér.

Samkvæmt fréttinni skilja starfsmenn Natureland afstöðu ráðuneytisins, en leita nú annarra leiða til þess að finna henni Eve gott heimili. Gallinn sé hins vegar sá að nú hafi hún eytt meirihluta ævinnar undir mannahöndum, og gæti því verið orðin of mannvön til þess að lifa af úti í náttúrunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert