Mikil spenna á leigumarkaði

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna lít­ils fram­boðs held­ur húsa­leiga áfram að hækka og ýtir eft­ir­spurn eft­ir hús­næði til út­leigu fyr­ir ferðamenn und­ir þá þróun.

Ólaf­ur Björn Blön­dal, lög­gild­ur fast­eigna­sali hjá Fast­eign.is, seg­ir fram­boðið á markaðnum alltof lítið.

„Til­finn­ing mín er sú að und­an­farna sex mánuði hafi eft­ir­spurn­in verið 30% meiri en fram­boðið. Það er sama hvar borið er niður í stærðum, allt frá tveggja her­bergja íbúðum og upp í ein­býl­is­hús. Við höf­um ekki und­an þegar við fáum eign­ir til út­leigu. Þær fara eins og hendi sé veifað. Ég veit dæmi um fólk sem hef­ur fengið 30-40 fyr­ir­spurn­ir eft­ir að hafa aug­lýst eign­ir á vefn­um.

Af­leiðing­in af þess­um skorti er sú að fólk er að yf­ir­bjóða hvert annað.“

Svan­ur Guðmunds­son, leigumiðlari hjá Húsa­leiga.is, áætl­ar að 30% eigna á markaðnum í dag séu leigðar til ferðamanna. Þá kaupi er­lend­ir aðilar eign­ir til þess að leigja þær út.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert