Vill loka Kirkjustræti

00:00
00:00

For­seti Alþing­is er afar ósátt­ur við til­lögu sem ger­ir ráð fyr­ir tæp­lega 10.000 fer­metra hót­eli í gamla Landsíma­hús­inu við Kirkju­stræti. Hún seg­ir að hót­elið þrengi mjög að þing­inu. „Per­sónu­lega vildi ég að Kirkju­strætið væri lokað [fyr­ir bílaum­ferð]“ seg­ir Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir.

„Ég er mjög ósátt við þessa til­lögu og and­víg henni, sér­stak­lega sem snýr að Alþingi. Það er verið að gera ráð fyr­ir mikl­um bygg­ing­um og stóru hót­eli al­veg upp að Alþing­is­reit­in­um,“ seg­ir Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, um vinn­ingstil­lögu sem ger­ir ráð fyr­ir tæp­lega 10.000 fer­metra hót­eli í gamla Landsíma­hús­inu.

Hún bend­ir á að um­ferð um Kirkju­stræti sé nú þegar mik­il. Þá séu fjöl­mörg hót­el og gisti­heim­ili í ná­grenn­inu. 

Þreng­ir að hús­um

„Á anna­tím­um er vart hægt að kom­ast hér að þing­hús­inu vegna bílaum­ferðar til þess­ara gisti­staða. Og nú er gert ráð fyr­ir að aðgang­ur að mjög stóru hót­eli verði hérna beint fyr­ir fram­an skrif­stofu­hús­næði þing­ins. Sú bygg­ing sem þar á að koma fram fyr­ir síma­húsið nú­ver­andi mun þrengja veru­lega að þess­um gömlu fal­legu hús­um sem við erum búin að gera upp hér við göt­una,“ seg­ir hún.

„Við mun­um auðvitað gera allt sem við get­um til þess að koma í veg fyr­ir að þetta ger­ist sem boðað er í þess­um til­lög­um hvað Kirkju­strætið varðar,“ seg­ir hún, enda Alþingi hags­munaðili gagn­vart þessu skipu­lagi.

Ber að veita Alþingi rými

Ásta seg­ir að borg­ar­yf­ir­völd­um beri að veita lög­gjaf­ar­sam­kund­unni ákveðið rými. „Það ber að veita okk­ur það rými sem þarf sem slíkri stofn­un. Það gera aðrar þjóðir í kring­um okk­ur,“ seg­ir hún.

Aðspurð seg­ir Ásta að hún sé búin að skrifa borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur bréf þar sem at­huga­semd­irn­ar koma fram, en bréfið var sent í síðustu viku. Hún tek­ur fram að hún hafi fundað með borg­ar­yf­ir­völd­um áður en sam­keppn­in hófst.

Þá seg­ir hún að málið verði tekið á fundi for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is í ág­úst. „Ég veit að for­sæt­is­nefnd­ar­menn hafa mikl­ar áhyggj­ur af gangi mála og sér­stak­lega var mönn­um brugðið þegar þeir sáu til­lög­una, því að hún þrengdi það mikið að þing­inu,“ seg­ir hún.

Upp­bygg­ing­unni skipt í þrjá áfanga

Höf­und­ar vinn­ingstil­lög­unn­ar í sam­keppni um upp­bygg­ingu í Kvos­inni í Reykja­vík eru ASK arki­tekt­ar ehf., Þor­steinn Helga­son og Gunn­ar Örn Sig­urðsson.

Í til­lög­unni er upp­bygg­ing­unni skipt í þrjá áfanga en gert er ráð fyr­ir tæp­lega 10.000 fer­metra og 159 her­bergja hót­eli í Lands­s­íma­hús­inu og ný­bygg­ingu sem mun rísa við Kirkju­stræti. Aðal­inn­gang­ur hót­els­ins mun liggja að stræt­inu en frá veit­inga­sal hót­els­ins verður inn­an­gengt í gamla Nasa sem verður end­ur­byggður sem skemmti- og ráðstefnu­sal­ur. Þá er gert ráð fyr­ir að í Vall­ar­stræti verði fjöl­breytt versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði og að með ný­bygg­ingu á syðri hluta Ing­ólf­s­torgs, þar sem Hót­el Ísland stóð, fái strætið heild­stæðara götu­form.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert