„Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það orðaval sem þarna er notað er eins og hörðustu ESB-sinn­arn­ir í for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar nota til þess að rétt­læta áfram­hald­andi aðlög­un og aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Ég hygg að mörg­um sé nóg boðið í grasrót flokks­ins, að ekki sé talað um þá sem hafa yf­ir­gefið flokk­inn vegna þessa máls,“ seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður VG, í til­efni af bréfi fjög­urra for­ystu­manna í VG til flokks­manna.

Jón tel­ur ein­sýnt að með þeirri af­stöðu sem komi fram í bréf­inu hafi for­ysta VG fjar­lægst gras­rót­ina og grunn­stefnu flokks­ins.

„Þetta er staðfest­ing á því að for­ysta flokks­ins er höll und­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það gef­ur auga­leið að ég er full­kom­lega and­víg­ur þess­ari nálg­un. Fyr­ir fé­laga í Vinstri græn­um ætti það að vera löngu ljóst – og það ligg­ur fyr­ir í samþykkt­um flokks­ins – að það á ekki að þurfa að kíkja í pakk­ann til þess að kom­ast að því hvað í aðild felst. Þjóðin er meira en til­bú­in til að hætta ESB-veg­ferð rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Vinstri hreyf­ing­in - grænt fram­boð var m.a. stofnuð til að berj­ast gegn aðild að ESB. Svona um­mæli ganga því þvert á stefnu flokks­ins og vilja grasrót­ar­inn­ar. Um­mæl­in komu því mörg­um á óvart og hafa marg­ir í gras­rót­inni haft sam­band við mig vegna máls­ins. Ég hef, ásamt Atla Gísla­syni, flutt þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Alþingi aft­ur­kalli ESB-um­sókn­ina. Til­lag­an verður bor­in upp á ný í haust og þá kem­ur í ljós hvar afstaða manna til stefnu VG og ESB-aðild­ar ligg­ur,“ seg­ir Jón.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert