Tími Alþingis að renna út

Sigurður Líndal
Sigurður Líndal mbl.is/rni Sæberg

„Alþingi hefur ekki ákveðið kjördag, mér sýnist að það eigi að líða þrír mánuðir frá því að Alþingi ákveður kjördaginn en ekki einhvern hugsanlegan frest, og ég sé ekki annað en að ef þingið ætlar að koma saman 11. september þá sé það fallið á tíma,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emiritus, en að sögn hans verður Alþingi að ákveða kjördag fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðs í síðasta lagi 20. júlí næstkomandi ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsluna eigi síðar en 20. október.

Aðspurður hvaða afleiðingar það hefði ef Alþingi myndi virða fresti í lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og lokafrestinn í þingsályktunartillögunni um þjóðaratkvæðagreiðsluna að vettugi og halda atkvæðagreiðsluna 20. október, sagðist Sigurður telja að slík atkvæðagreiðsla væri markleysa. „Ég sé ekki betur en að atkvæðagreiðsla sem þannig væri staðið að yrði markleysa,“ segir Sigurður.

Ber að miða við 20. október

„Forseti lítur svo á að á meðan ekki liggur fyrir önnur ákvörðun um kjördag þjóðaratkvæðagreiðslunnar beri hlutaðeigandi stjórnvöldum að haga undirbúningi sínum samkvæmt henni,“ segir m.a. í svarbréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, við bréfi innanríkisráðuneytisins sem Morgunblaðið greindi frá í gær. Í bréfinu kemur einnig fram að taki Alþingi aðra ákvörðun um kjördag eftir að það hefur komið saman í september þá verði ráðuneytinu gerð grein fyrir því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert