Annie Mist er í fyrsta sæti

Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona.
Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona. Ómar Óskarsson

Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona stendur sig gríðarlega vel á crossfitleikunum sem haldnir eru í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Eins og staðan er núna er Annie Mist í fyrsta sæti í kvennaflokki en síðasti dagur mótsins fer fram í dag og má búast við æsispennandi lokadegi.

Annie Mist er ekki eini Íslendingurinn sem stendur sig vel á mótinu og má nefna að Hilmar Harðarson er í fjórða sæti í flokki karla 55-59 ára.

Annie Mist segist ánægð með árangurinn og ljóst er að hún ætlar sér stóra hluti á lokadegi mótsins.

Verður því spennandi að fylgjast með henni í dag en Annie Mist á titil að verja því hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra.

Á eftir henni kemur Julie Foucher í öðru sæti og Talayna Fortunato í þriðja.

Hægt er að sjá stigatöfluna hér og beina útsendingu frá leikunum hér.

Vert er að geta þess að Annie Mist Þórisdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli ytra enda gríðarlega sterk keppniskona í crossfit.

Áhugaverð og ítarleg umfjöllun um hana birtist á vefsíðu bandarísku íþróttastöðvarinnar ESPN fyrir stuttu og er þar m.a. fjallað um afrek hennar.

Hægt er að smella hér til að kynna sér umfjöllun ESPN en síðar í dag mun mbl.is birta viðtal við Annie Misti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert