TF-LÍF sótti konu í Hvalfirði

Konan var á gangi við Glym í Hvalfirði. Mynd úr …
Konan var á gangi við Glym í Hvalfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Brynjar Gauti

Erlend ferðakona slasaðist á fæti en hún var á göngu fyrir ofan Glym í Hvalfirði. Lögreglan í Borgarnesi óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem erfitt var fyrir björgunarsveitarfólk að komast að staðnum.

TF-LÍF sótti konuna og lenti með hana við Landspítalann í Fossvoti kl. 15.50 samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka