„Á fljúgandi ferð upp á við“

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið mbl.is/Hjörtur

„Vextir eru á fljúgandi ferð upp á við og krónan í miklu ójafnvægi...Það er út í hött að halda því fram að ríkisstjórnin hafi rokið í verkefni til að treysta stöðu efnahagsmála þannig að vextir lækki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þróun vaxtastigsins að undanförnu og þátt ríkisstjórnarinnar í að lækka það.

Tilefnið er listi á vef stjórnarráðsins yfir verkefni sem eru sögð afgreidd, afgreidd að mestu eða afgreidd að hluta. Vaxtamarkmið stjórnvalda er sagt afgreitt, nánar tiltekið það markmið að skapa „forsendur fyrir áframhaldandi og hraðri lækkun vaxta“.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir vexti hafa lækkað á sínum tíma „en miklu seinna“ en rætt var um eftir hrunið. „Svo eru þeir farnir að hækka aftur. Þannig að hröð lækkun vaxta er ekki í kortunum,“ segir Vilhjálmur um horfurnar.

Gylfi rifjar upp að það hafi verið yfirlýst stefna í kjarasamningunum að gengisvísistalan yrði komin í 190 í lok þessa árs. „Afar ólíklegt“ sé að það markmið náist úr þessu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert