Eðlilegast að leggja málið til hliðar

„Það væri náttúrlega eðlilegast að leggja þetta mál til hliðar eins og það er statt en úr því að staðan er þessi held ég að það sé eðlilegast að menn noti sumarið, eða það sem eftir er fram að 11. september, til þess að setja málið í farveg sem er einhver sómi að,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðs og þá stöðu sem komin er upp varðandi dagsetningu kjördags hennar.

„Mér finnst athyglisvert að ráðuneytið hafi séð sig knúið til að leita skýringa hjá þinginu en það undirstrikar þessa lagalegu óvissu. Það er engin vitglóra í því að æða áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Menn hljóti að skoða málið

Með orðum sínum vísar Bjarni til bréfs sem forsætisnefnd Alþingis barst nýlega frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Alþingi ákveði, lögum samkvæmt, endanlega dagsetningu fyrir kjördag þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Skv. áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins er a.m.k. einn ráðherra í ríkisstjórninni þeirrar skoðunar að menn hljóti að nýta næstu daga til þess að fá það algjörlega á hreint hvort það þurfi eitthvað frekar til en þá afgreiðslu sem þegar hefur farið fram, þ.e. ef innanríkisráðuneytið telur að það þurfi einhverja frekari staðfestingu. Innan ríkisstjórnarinnar eru skiptar skoðanir um hvort túlka megi upphaflegu þingsályktunartillöguna þannig að atkvæðagreiðslan fari fram 20. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka