Málafjöldi vex á öllum sviðum

Neytendastofa.
Neytendastofa.

Neytendastofu bárust um fimm þúsund símtöl á síðasta ári og hefur málum fjölgað á öllum starfssviðum. Á sama tíma minnkaði framlag ríkissjóðs til stofnunarinnar um átta milljónir og jókst rekstrarhalli sem nemur þeirri upphæð. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunarinnar.

Heildargjöld Neytendastofu voru samtals tæplega 193,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi Fjársýslunnar fyrir árið 2011. Heildartekjur voru um 154,6 milljónir en framlag ríkissjóðs nam 111,4 milljónum króna. Tekjur á árinu voru því um 43,2 milljónir króna.

Framlag ríkissjóðs á árinu 2011 var lækkað um átta milljónir króna frá árinu 2010 þrátt fyrir rekstrarhalla. Afleiðing þessarar ákvörðunar er að milli ára jókst hallinn sem nemur þeirri upphæð.

Í skýrslunni segir að hallarekstur Neytendastofu megi rekja til þess að á árinu 2009 voru mun meiri tekjur fluttar frá stofnuninni til Mannvirkjastofnunar en sem nemur fjárhæð útgjalda vegna verkefna sem ekki voru flutt frá Neytendastofu, án þess að framlag ríkissjóðs væri hækkað til að mæta tekjutapinu.

Um 700 vörur skoðaðar

Neytendastofa segir að neytendur og fyrirtæki leiti í vaxandi mæli til stofnunarinnar til að afla upplýsinga og ráðgjafar um lögbundinn réttindi neytenda. Mikilvægi neytendaverndar fari vaxandi og sé það ánægjuleg þróun. Á árinu voru um 700 vörur skoðaðar og í fjölda tilvika tóku seljendur vörur af markaði sem ekki teljast öruggar, bættu úr merkingum eða leiðbeiningum. 

Í fyrra lagði stofnunin áherslu á á að kanna hvort þyngd vöru í forpakkningum væri sú sem lofað væri á umbúðunum, en reglur um löggildingu mælitækja til fyrstu notkunar breyttust fyrir nokkrum árum. 

Þá tók stofnunin þátt í norrænni könnun á orkumerkingum ísskápa og hvort upplýsingar framleiðenda væru réttar. Í ljós kom að tvö eintök af 11 uppfylltu ekki yfirlýsingar framleiðanda um orkunotkun og fengu framleiðendur þeirra fyrirmæli um að endurmerkja vöruna.

Ársskýrslu Neytendastofu í heild má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert