Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og víða björtu veðri á þriðjudag og líkur eru á síðdegisskúrum í innsveitum.
Á miðvikudag og fimmtudag verður skýjað og einhver rigning á Norður- og Austurlandi. Þá verður skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi og skúrir. Hitinn verður á bilinu 8-18 gráður en hlýjast verður veðrið á Suðvesturlandi.
Á föstudag er svo spáð hægri breytilegri átt með skúrum á sunnanverður landinu. Bjart á að vera á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 10-17 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Um helgina er svo útlit fyrir sunnanátt með rigningu. Úrkomulítið á þó að vera á Norðurlandi.