Fjölbreytt dagskrá á Þjóðhátíð

Frá Þjóðhátíð í Eyjum.
Frá Þjóðhátíð í Eyjum. mbl.is/Ómar Garðarsson

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum, sem haldin verður um verslunarmannahelgina, hefur verið kunngjörð og er hún fjölbreytt að vanda. Meðal þeirra sem þar koma fram er írski tónlistarmaðurinn Ronan Keating, sem gat sér frægðarorð með hljómsveitinni Boyzone. Af öðrum listamönnum má nefna Mugison og Pál Óskar.

Dagskrá Þjóðhátíðar hefst föstudaginn 3. ágúst klukkan 14:30, þá er hátíðin sett, þá tekur við barnadagskrá og um kvöldið er kvöldvaka þar sem Fjallabræður frumflytja þjóðhátíðarlagið í ár. 

Á laugardaginn hefst dagskrá klukkan tíu um morguninn, en þá verða leikin „létt lög í dalnum“. Barnadagskrá er síðar um daginn og um kvöldið eru tónleikar, flugeldasýning og dansleikir.

Sunnudagurinn hefst sömuleiðis með „léttum lögum í dalnum“, barnadagskrá verður um daginn og kvöldvakan hefst klukkan 20:30. Ronan Keating stígur á svið klukkan 21:50 og síðan tekur við brekkusöngur.

Dagskrá Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum 2012

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert