Fjárbændur í Reykhólahreppi keyptu í sameiningu tólf fjárgrindur til að nota við fjárrekstur uppi á heiðum. Grindurnar voru geymdar í Þorskafjarðarrétt. Nú hefur komið í ljós að einhver eða einhverjir hafa tekið allar nema tvær.
Vel má vera að þær hafi verið fengnar að láni en láðst hafi að nefna það. Meðan annað kemur ekki í ljós verður litið svo á, að sú hafi verið raunin, en ekki að grindunum hafi verið stolið, segir í frétt á vef Reykhólahrepps.