Komnir á lokastig með Grímsstaði

Grímsstaðir á Fjöllum, séð til austurs.
Grímsstaðir á Fjöllum, séð til austurs. www.mats.is

„Þetta geng­ur sam­kvæmt áætl­un og menn eru komn­ir á loka­stig með þessa þætti,“ seg­ir Berg­ur Elías Ágústs­son, bæj­ar­stjóri Norðurþings og stjórn­ar­maður GáF ehf., varðandi frétt­ir af því að sam­komu­lag við kín­verska auðkýf­ing­inn Huang Nubo um leigu á Gríms­stöðum á Fjöll­um sé í höfn.

Berg­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að von­ir standi til að geta und­ir­ritað form­legt sam­komu­lag í lok ág­úst og þá tel­ur hann að fram­kvæmd­ir á svæðinu geti mögu­lega haf­ist eft­ir eitt til tvö ár.

Aðspurður seg­ir hann að mál­in hafi verið þokast smátt og smátt í þessa átt, en síðastliðinn einn og hálf­an mánuð hafi viðræðurn­ar verið að sigla í rétt­an far­veg. „Nú er ákveðið fín­púss og slíkt sem er eft­ir,“ seg­ir Berg­ur sem er sátt­ur við niður­stöðuna.

Samn­ingaviðræðurn­ar standa á milli fé­lags­ins GáF, sem sjö sveit­ar­fé­lög á Norður­landi standa að, og Zhongk­un-fjár­fest­ing­ar­fé­lags Huangs. „Síðan hef­ur At­vinnuþró­un­ar­fé­lag Eyjaf­arðar og Þing­ey­inga verið með okk­ur í þess­ari vinnu þar sem mörg sveit­ar­fé­lög koma að mál­um,“ seg­ir Berg­ur.

Huang seg­ir í viðtal­inu við Bloom­berg að leigu­verðið sé rétt und­ir 7,8 millj­ón­um dala. „Það er rétt,“ seg­ir Berg­ur aðspurður. Hann bæt­ir því síðan við að hann ætli ekki að tjá sig um tækni­leg atriði í sam­komu­lag­inu.

Mjög ásætt­an­leg niðurstaða

„Það var tek­inn ákveðinn snún­ing­ur þegar ég fór til Kína [í fe­brú­ar sl.],“ seg­ir Berg­ur og held­ur áfram: „Þá fóru menn að setja þetta í nýja mynd og aðilar voru til­bún­ir að láta á það reyna. Þarna er kom­in niðurstaða sem er mjög ásætt­an­leg fyr­ir alla aðila.“

Hún feli í sér stækk­un þjóðgarðsins og að ákvæðin svæði, sem eru alls um þrír fer­kíló­metr­ar að stærð, verði skil­greind und­ir þá starf­semi. Síðan sé stefnt að því að gera hluta lands­ins að fólkvangi sem þýði að fólk hafi meiri rétt­indi en það hef­ur í dag. „Og eign­ar­haldið á land­inu verður í al­manna­eigu,“ seg­ir Berg­ur.

Spurður um það hvenær bú­ast megi við að sam­komu­lagið verði und­ir­ritað með form­leg­um hætti seg­ir Berg­ur: „Eins og þetta leit út fyr­ir tveim­ur vik­um vor­um við jafn­vel að tala um í lok ág­úst. En af því það er svo­lítið langt á milli, þá er það í sjálfu sér aðal­atriðið að menn finni sér tíma, komi og geri þetta með ákveðnum stæl,“ seg­ir Berg­ur og bæt­ir við að nán­ari tíma­setn­ing liggi bet­ur fyr­ir síðar.

Hvað varðar upp­bygg­ingu svæðis­ins seg­ir Berg­ur að fyrst verið farið í ákveðið hönn­un­ar­ferli sem taki sinn tíma. „Þetta tek­ur ábyggi­lega eitt, tvö ár.“

Kæmi á óvart ef ein­hver setti fót­inn fyr­ir

Berg­ur tek­ur fram að aðdrag­and­inn hafi verið lang­ur eða um tvö ár. Fjár­fest­ing­ar­hug­mynd­ir Huangs passi vel við stefnu Norðurþings um menn­ing­ar- og nátt­úru­tengda þjón­ustu.

„Það sem hef­ur verið mark­miðið hjá mér og mínu fólki er að fara og reyna að leiða þetta mál til lykta. Það er að segja, að keyra þetta alla leið. Menn hafa verið mis­jafn­lega hrifn­ir að því og hafa rétt á sinni skoðun og allt í góðu. En við höf­um unnið okk­ar vinnu og unnið hana eins fag­lega og okk­ur er unnt. Við höf­um reynt að koma fram með sátta­leið, þannig að það sé tekið til­lit til sem flestra sjón­ar­miða, m.a. eign­araðild­ar á landi og vernd­un­ar nátt­úru, fólkvanga og slíkt. Við telj­um að þetta eigi að falla sam­an,“ seg­ir hann.

„Ég verð að segja eins og er að það kæmi mér veru­lega á óvart ef ein­hver færi að setja fót­inn fyr­ir, alla­vega það sem við höf­um náð hingað til. Það verða þá að koma upp ein­hver ný rök upp í mál­inu.“

Berg­ur bend­ir á að líkt og mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög á land­inu hafi Norðurþing byggt af­komu sína á land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi í gegn­um tíðina. Í dag vilji menn stuðla að aukn­um fjöl­breyti­leika.

„Við sett­um fókus­inn á tvennt: fjár­fest­ing­ar í ferðamannaiðnaði og í orku. Að þessu höf­um við unnið öt­ul­lega núna í all­mörg ár og von­um að það skili okk­ur ein­hverj­um ár­angri,“ seg­ir Berg­ur að lok­um.

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings
Berg­ur Elías Ágústs­son, bæj­ar­stjóri Norðurþings mbl.is
Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/​Ern­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert