Moka upp makríl

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 landaði rúmum 50 tonnum af ferskum makríl í gær á Akranesi til manneldis og var þetta fyrsti makrílfarmurinn sem landað er þar á þessari vertíð. 

Sturlaugur hélt aftur til veiða um miðnættið, samkvæmt frétt á vef Verkalýðsfélags Akraness og var um 6 tíma á miðin aftur. Ekki tók það Sturlaug langan tíma að ná í skammtinn sinn á ný, eða einungis um 3 tíma en skammturinn er eins og áður sagði rúm 50 tonn og er áætlað að Sturlaugur H. Böðvarsson verði kominn aftur til Akraness um þrjúleytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert