Verður auglýst með haustinu

Landnámshænur á Tjörn í Vatnsnesi.
Landnámshænur á Tjörn í Vatnsnesi. Júlíus Már Baldursson

Í gær greindi mbl.is frá því að landnámshænsnabóndi á Tjörn í Vatnsnesi biði enn, tveimur og hálfu ári eftir bruna sem varð á jörð hans, eftir að jörðin yrði auglýst svo hann gæti sótt um áframhaldandi búsetu.

Bóndinn hefur þurft að fresta ýmsum framkvæmdum vegna tafa sem orðið hafa á máli hans. „Ég fer ekki að framkvæma neitt hérna fyrr en ég er kominn með vissu fyrir því að ég megi vera hérna áfram,“ sagði Júlíus Már Baldursson, landnámshænsnabóndi á Tjörn á Vatnsnesi, í samtali við mbl.is í gær.

Mbl.is hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í dag og fékk þau svör að málið væri „í réttum farvegi“.

Þær upplýsingar fengust í dag hjá ráðuneytinu að til hefði staðið að auglýsa jörðina í vor, líkt og Júlíus Már benti á í fyrri frétt mbl.is, en nú stæði hins vegar til að auglýsa Tjörn á Vatnsnesi í ágústmánuði næstkomandi eða jafnvel í september.

Venju samkvæmt eru jarðir auglýstar til sölu og leigu á vor- og haustmánuðum þar sem illa hefur gefist að auglýsa þær yfir mitt sumar samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert