Von á lægð um helgina með rigningu

Búast má við smáskúrum á víð og dreif um sunnan- og vestanvert landið, jafnvel þegar í dag. Horfur eru á ívið meiri úrkomu á morgun og um helgina er von á lægð upp að landinu sem kemur með rigningu og vaxandi vind um allt land. Úrkoman frá lægðinni byrjar að falla suðvestanlands á laugardag og fer svo yfir landið um kvöldið og nóttina. Það horfir því ekki vel fyrir útilegur um næstu helgi, að sögn Þorsteins Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni.

Trausti Jónsson, veðurfræðingur, birti pistil á bloggi sínu (trj.blog.is) þann 12. júlí um þurrkana. Hann sagði í gær að lítið hefði breyst varðandi úrkomuna síðan þá. Hann sagði þurrkatímabilið vera óvenjulegast sé litið til eins og hálfs mánaðar í einu. Sé tíminn lengdur eða styttur verður frávikið minna frá því venjulega.

Trausti vakti athygli á því í bloggi sínu að fyrstu ellefu daga júlí hafði ekki mælst nema 0,8 mm úrkoma á Stórhöfða í Vestmannaeyjum sem er mjög óvenjulegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert