„Okkur barst ábending um að borgarstjórinn væri nýfloginn til Noregs í frí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, í samtali við mbl.is nú fyrir stundu. „Þar sem við viljum finna hann á Íslandi mun leitin halda áfram þegar hann snýr til baka, sem okkur skilst að verði eftir viku eða tvær. Verðlaunin eru því enn í boði fyrir þann sem fyrstur kemur auga á hann hér á landi.“
Fyrr í dag auglýsti Heimdallur viðburð undir heitinu „Leitin að Jóni Gnarr!“ á fésbókarsíðu félagsins. Finnst Heimdellingum borgarstjórinn ekki hafa verið nægilega sýnilegur undanfarin misseri og vilja annaðhvort að breyting verði á eða að hann láti af embættinu.
Sjá fyrri umfjöllun mbl.is um málið hér.