Fleiri fíkniefnamál koma upp

Um tíu prósent fíkniefnamála eru vegna framleiðslu.
Um tíu prósent fíkniefnamála eru vegna framleiðslu. Kristinn Ingvarsson

Fíkniefnabrot voru 996 fyrstu sex mánuði ársins sem er tæplega þriðjungi fleiri brot en yfir sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra. Einnig að 72% fíkniefnabrota í júnímánuði voru vegna vörslu eða meðferðar fíkniefna, 9,7% vegna framleiðslu, 2% vegna sölu og dreifingar og 5,5% vegna innflutnings fíkniefna. Um 10% voru „ýmis fíkniefnabrot“ en þar undir falla t.d. tilvik þar sem fíkniefni finnast og á víðavangi.

Ekki aðeins eru fíkniefnabrot fleiri en á síðasta ári heldur einnig árið 2010. Í fyrra voru þau 768 fyrstu sex mánuði ársins og 713 árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert