Heimdellingar leita Jóns Gnarr

Heimdellingar lýsa eftir borgarstjóran, Jóni Gnarr.
Heimdellingar lýsa eftir borgarstjóran, Jóni Gnarr. mbl.is/Ómar

Heimdall­ur, fé­lag ungra sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, hef­ur stofnað viðburð á sam­skipt­asíðunni Face­book und­ir heit­inu: Leit­in að Jóni Gn­arr!

,,Það hef­ur ekk­ert spurst til borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík í þónokk­urn tíma. Heimdall­ur hef­ur áhyggj­ur af því að hann sé týnd­ur og tröll­um gef­inn og boðar því til sam­keppni þar sem veg­leg fund­ar­laun eru í boði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Heimdalli.

„Reykja­vík þarf nauðsyn­lega á borg­ar­stjóra að halda og því er mjög mik­il­vægt að Jón Gn­arr komi í leitin­ar sem fyrst ella þarf að finna nýj­an borg­ar­stjóra fyr­ir Reykja­vík.“

Fyr­ir þá sem ekki eru viss­ir um ytra út­lit borg­ar­stjór­ans fylg­ir lýs­ing á út­liti hans: „Jón Gn­arr er meðal­há­vax­inn karl­maður með rautt hár og frek­ar há koll­vik. Sein­ast sást til hans í viðtali á mbl.is þar sem hann kom fram í ljós­brún­um jakka­föt­um.“

Til mik­ils er að vinna því Heimdell­ing­ar heita finn­and­an­um veg­leg­um verðlaun­um. „Sá sem finn­ur borg­ar­stjór­ann er beðinn að taka mynd af hon­um og setja á vegg­inn. Í verðlaun eru m.a. VHS spóla af ,,Ég var einu sinni nörd" og þriggja mánaða áskrift af Séð og heyrt,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Borg­ar­stjóri þarf að vera sýni­leg­ur og taka þátt í því sem er að ger­ast í borg­inni. Þá þarf hann einnig að taka af­stöðu í mál­um sem varða íbúa Reykja­vík­ur. Ef hann finnst ekki á næstu dög­um von­um við að hann segi af sér og við fáum nýj­an borg­ar­stjóra sem upp­fyll­ir of­an­greind skil­yrði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni frá Heimdalli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka