Húsaleigan dýrust í Vesturbænum

Það er mun ódýrara að leigja í Austurbænum heldur en …
Það er mun ódýrara að leigja í Austurbænum heldur en Vesturbænum mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,3% í júní frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,2% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,2%.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, segir á vef Þjóðskrár Íslands.

Mikill munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og dýrast að leigja stúdíóíbúð vestan Kringlumýrarbrautar. Þar kostar fermetrinn 2.219 krónur, en í fjögurra til fimm herbergja íbúð á sama svæði kostar hann 1.465 krónur. Þetta þýðir að eðlilegt leiguverð fyrir um það bil 40 fm stúdíóíbúð í Vesturbænum eða á Seltjarnarnesi er tæpar 90 þúsund krónur, en 120 fm íbúð á sama svæði yrði leigð á rúmar 175 þúsund krónur.

120 fm íbúð á 60 þúsund á Norðurlandi

Í Reykjavík, milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar, er eðlilegt að greiða 72 þúsund krónur fyrir 40 fm stúdíóíbúð en 167 þúsund fyrir 120 fm íbúð.

Í Breiðholtinu væri meðalleiga fyrir 120 fm íbúð 153 þúsund krónur en aðeins ódýrara er að leigja í Garðabænum. Hins vegar er ódýrast að leigja slíka íbúð á Norðurlandi, að Akureyri undanskilinni, en meðalleiga fyrir 120 fm íbúð á Norðurlandi er um 60 þúsund krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert