Óþarfa eftirlit í Leifsstöð?

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Það er leit að þeirri flugstöð á Vesturlöndum þar sem skór allra farþega eru skimaðir líkt og gert er á Keflavíkurflugvelli. Á stærstu flugvöllum Evrópu og í Skandinavíu þurfa farþegar sjaldan eða aldrei úr skóm við vopnaleit. Í Bandaríkjunum eru börn yngri en 12 ára ekki heldur rekin úr skóm.“ Þetta segir á vefsíðunni túristi.is, í grein undir fyrirsögninni „Óþarfa eftirlit á Keflavíkurflugvelli“.

Þar segir að um sé að ræða séríslenskt úrræði, sem Bandaríkjamenn hafi ekkert með að gera, öfugt við það sem hérlend flugmálayfirvöld hafi haldið fram.

Í greininni segir jafnframt að verið sé að mismuna farþegum til Bandaríkjanna að þessu leyti, því að í dag séu það einungis farþegar sem hefji ferðalagið á Íslandi þurfi að fara úr skóm. Farþegar sem millilendi hér á leið vestur um haf, þurfi þess ekki.

Fréttin á vefsíðunni turisti.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert