Vilja ógilda forsetakosningar

Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands. Ómar Óskarsson

„Þetta er áfram­hald­andi mann­rétt­inda­bar­átta hjá Öryrkja­banda­lag­inu. Auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið, við vild­um gjarn­an að all­ir væru jafn­ir á Íslandi í dag, en þannig er það ekki. Því miður,“ seg­ir Guðmund­ur Magnús­son, formaður Öryrkja­banda­lags Íslands, sem er einn þriggja sem hafa kært kjör for­seta Íslands til Hæsta­rétt­ar.

Hin tvö eru Ásdís Jenna Ástráðsdótt­ir og Rún­ar Björn Her­rera Þorkels­son. Þau kæra þá ákvörðun kjör­stjórna að hafa ekki fengið heim­ild til að njóta hjálp­ar aðstoðar­manns eða trúnaðar­manns að eig­in vali. Þess í stað var þeim gert að merkja kjör­seðil með aðstoð eins af kjör­stjórn­ar­mönn­um í viðeig­andi kjör­deild. Þeim kjós­end­um sem ekki féllust á það og kröfðust þess að fá að njóta aðstoðar trúnaðar­manns að eig­in vali var meinað að taka þátt í kosn­ing­un­um.

Kær­end­ur telja að þetta sé and­stætt þeim meg­in­regl­um sem gildi um frjáls­ar, óþvingaðar og leyni­leg­ar kosn­ing­ar. Í kær­unni er enn­frem­ur bent á að sam­kvæmt stjórn­ar­skrá sé ákvæði þess efn­is að for­seti Íslands eigi að vera kjör­inn bein­um og leyni­leg­um kosn­ing­um.

Segja brotið á ýms­um þátt­um

Að auki er talið að fram­kvæmd kosn­ing­anna sé brot á jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar, en þar er kveðið á um að all­ir skuli jafn­ir fyr­ir lög­um og að þeir skuli njóta mann­rétt­inda án nokk­urr­ar mis­mun­un­ar. Einnig seg­ir þar að brotið hafi verið á friðhelgi einka­lífs, skoðana-, sann­fær­ing­ar- og tján­ing­ar­frelsi og grunn­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar um sjálfræði. 

„Þetta er eðli­legt fram­hald af ör­yrkja­dómn­um um alda­mót­in, sem skipti sköp­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Guðmund­ur. „Þannig að það má segja að þetta sé enn einn leiðar­steinn í okk­ar veg­ferð. Við vilj­um líka leggja áherslu á að það er ekki hægt að lofa enda­laust og svíkja það síðan. Það er mik­il­vægt að segja stopp þegar nóg er komið og þannig er það nú.“

Að sögn Guðmund­ar stóð til að breyta fyr­ir­komu­lagi þeirra sem þurfa aðstoð á kjörstað fyr­ir kosn­ing­arn­ar til stjórn­lagaþings­ins. Það hafi ekki gengið eft­ir, en ráðherra hafi þá sett reglu­gerð um að all­ir þeir sem ekki geta kosið eig­in hendi geti valið sér aðstoðarmann inn í kjör­klef­ann.

„Við erum að gera kröfu um að það séu raun­veru­leg­ar leyni­leg­ar kosn­ing­ar, en ekki að vald­haf­arn­ir skipi okk­ur ein­hverja aðstoðar­menn. Við vilj­um fá að velja okk­ur eig­in trúnaðar­menn.“

En hvers vegna var ekki hægt að setja áþekka reglu­gerð fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar fyrst það var hægt fyr­ir kosn­ing­arn­ar til stjórn­lagaþings? „Stórt er spurt. En við höf­um ekki fengið nein svör,“ seg­ir Guðmund­ur.

Snert­ir marga og brýt­ur gegn samþykkt SÞ

Hann seg­ir að málið snerti miklu fleiri en þau þrjú sem standa að kær­unni, en erfitt sé að full­yrða um hversu marg­ir það séu. „Það eru ekki bara blind­ir eða hreyfi­hamlaðir sem málið snýst um. Það snert­ir líka þá sem er þroska­hamlaðir eða geðfatlaðir á ein­hvern hátt. Svo eru sum­ir fatlaðir sem treysta sér illa að vera ein­ir með ókunn­ug­um.“

„Þetta er flókið og víðtækt og mik­il­vægt að tekið á þessu og ég bendi á að ís­lensk stjórn­völd hafa und­ir­ritað samþykkt Sam­einuðu þjóðanna sem kveða á um rétt­indi fatlaðs fólks. Þar seg­ir meðal ann­ars að fatlaðir skuli eiga sama rétt og aðrir varðandi kosn­ing­ar og að þeir sem þurfi á því að halda skuli fá að velja sér sína eig­in trúnaðar­menn.“

„Nú er þetta bara í hönd­um Hæsta­rétt­ar. Við sjá­um til hvað ger­ist, en auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið. Við vild­um gjarn­an að all­ir væru jafn­ir á Íslandi, en þannig er það ekki í dag,“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert