Of lítið bil á milli bíla

Oft er allt of lítið bil á milli bíla í …
Oft er allt of lítið bil á milli bíla í þungri umferð og þá verður hættulegra að taka fram úr. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umferðarstofu og lögreglu hafa borist ábendingar um að í hópferðum bíleigenda, hvort sem það eru húsbílaeigendur eða eigendur annarra hægfara ökutækja, skorti oft á að haft sé nægjanlegt bil á milli bílanna, svo unnt sé með öruggum hætti að taka fram úr.

 Atvinnubílstjóri hafði samband við lögregluna á Vestfjörðum og sagði, að hann hafi þurft í morgun að aka langt undir leyfðum hámarkshraða um 45 km leið á eftir 8 húsbílum, sem voru svo þétt saman að ekki reyndist unnt að fara fram úr þeim með öruggum hætti.

 Í mörgum tilfellum fara þessir bílar hægar en margir aðrir í umferðinni. Umferðarstofa hvetur alla ökumenn, sem fara við góðar aðstæður hægt yfir, að hafa gott bil á milli bíla svo ekki skapist hætta við framúrakstur.  Bílstjórar eru hvattir til að aka ávallt með aðgát og sýna tillitsemi og þolinmæði í umferðinni, ekki síst þessar miklu ferðarhelgar sem nú eru framundan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert