Of lítið bil á milli bíla

Oft er allt of lítið bil á milli bíla í …
Oft er allt of lítið bil á milli bíla í þungri umferð og þá verður hættulegra að taka fram úr. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um­ferðar­stofu og lög­reglu hafa borist ábend­ing­ar um að í hóp­ferðum bí­leig­enda, hvort sem það eru hús­bíla­eig­end­ur eða eig­end­ur annarra hæg­fara öku­tækja, skorti oft á að haft sé nægj­an­legt bil á milli bíl­anna, svo unnt sé með ör­ugg­um hætti að taka fram úr.

 At­vinnu­bíl­stjóri hafði sam­band við lög­regl­una á Vest­fjörðum og sagði, að hann hafi þurft í morg­un að aka langt und­ir leyfðum há­marks­hraða um 45 km leið á eft­ir 8 hús­bíl­um, sem voru svo þétt sam­an að ekki reynd­ist unnt að fara fram úr þeim með ör­ugg­um hætti.

 Í mörg­um til­fell­um fara þess­ir bíl­ar hæg­ar en marg­ir aðrir í um­ferðinni. Um­ferðar­stofa hvet­ur alla öku­menn, sem fara við góðar aðstæður hægt yfir, að hafa gott bil á milli bíla svo ekki skap­ist hætta við framúrakst­ur.  Bíl­stjór­ar eru hvatt­ir til að aka ávallt með aðgát og sýna til­lit­semi og þol­in­mæði í um­ferðinni, ekki síst þess­ar miklu ferðar­helg­ar sem nú eru framund­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert