Varðskipið Þór gert út til áramóta

mbl.is/Ómar

Varðskipið Þór fer fljótlega til eftirlits á miðunum og er gert ráð fyrir rekstri Þórs alveg út árið, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Týr kom til hafnar á mánudaginn var eftir að hafa sinnt eftirliti á miðunum við landið sunnan- og austanvert. Varðskipsmenn fóru m.a. um borð í færeysk og íslensk fiskiskip. Einnig var lagt út öldumælisdufl undan Kögri og unnið við nokkur ljósdufl.

Varðskipið Ægir er í slipp í Reykjavík þar sem sinnt er reglubundnu eftirliti og viðhaldi. Stefnt er að því að Ægir fari í Miðjarðarhafið síðar í mánuðinum og taki þátt í gæslu landamæra Schengen-svæðisins fyrir Frontex, landamærastofnun ESB.

gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert