Verða Íslendingum boðin 10%?

Wikipedia

Evrópusambandið hefur í hyggju að bjóða Íslendingum 10% af ráðlögðum makrílkvóta í Norðaustur-Atlantshafi og Færeyingum sama hlutfall samkvæmt því sem fram kemur á írsku fréttasíðunni Donegal Democrats í dag.

Þar segir ennfremur að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái fram á að geta stöðvað „stjórnlausa rányrkju“ Íslendinga og Færeyinga á makrílstofninum með slíku tilboði og að um sé að ræða ásættanlega lendingu til þess að binda enda á makríldeiluna.

Fram kemur að fréttir þess efnis hafi valdið miklum áhyggjum í útgerðarbænum Killybegs í Donegal-sýslu sem hafi mikilla hagsmuna að gæta af makrílveiðum. Þar á bæ sé litið svo á að með slíku tilboði sé verið að verðlauna framkomu Íslendinga og Færeyinga sem jafngildi sjóránum.

Undanfarin ár hafa veiðar Íslendinga á makrílstofninum numið um 16% af ráðlögðum kvóta.

Frétt Donegal Democrats

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka