220 milljarðar í vexti á þrem árum

mbl.is/Arnaldur

Fjár­laga­halli Íslands á síðasta ári nam 5,5% af lands­fram­leiðslu sem er meiri halli en í flest­um ríkj­um á evru­svæðinu. Þetta er enn­frem­ur tölu­vert meiri halli en svart­sýn­ustu hagspár gerðu ráð fyr­ir árið 2009. Ljóst er að á þess­ari stundu upp­fyll­ir Ísland ekki eitt af skil­yrðum Ma­astrict-sátt­mál­ans sem kveður á um að halli á fjár­lög­um megi ekki vera meiri en sem nem­ur 3% af lands­fram­leiðslu við aðild að ESB.

Sök­um þráláts fjár­laga­halla á ár­un­um 2009 til 2011, sem hef­ur ít­rekað verið meiri en áætlan­ir hafa gert ráð fyr­ir, nem­ur upp­safnaður vaxta­kostnaður rík­is­sjóðs um 220 millj­örðum kr. á tíma­bil­inu. Skv. rík­is­reikn­ingi fyr­ir 2011 var hall­inn á rekstri rík­is­ins 89 millj­arðar. Það er 43 millj­örðum meira en var áætlað eft­ir samþykkt fjár­auka­laga en 52 millj­örðum meiri halli en áætlaður var þegar fjár­lög árs­ins 2011 voru fyrst lögð fram.

Odd­ný Harðardótt­ir fjár­málaráðherra full­yrðir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á mark­mið stjórn­valda um halla­laus fjár­lög árið 2014 og bend­ir á að út­gjöld rík­is­ins dróg­ust sam­an um 8% að raun­v­irði á síðasta ári. „Þetta eru já­kvæðu skref­in sem við erum að stíga.“

Ill­ugi Gunn­ars­son, sem sit­ur í fjár­laga­nefnd fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, seg­ir að það grafi und­an trú­verðug­leika rík­is­fjár­mála­stefn­unn­ar þegar hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs fer jafn mikið fram úr fjár­lög­um og raun ber vitni – tvö ár í röð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert