„Þetta er skelfilegt. Þetta er einkahúmor hjá strákunum uppi í framleiðslu sem gekk of langt. Þeir hafa sett þetta á límmiðana í prófarkalestrinum og svo gleymt að taka þetta af,“ segir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa Tes & Kaffis.
Te & Kaffi lenti í þeirri bitru reynslu á dögunum að heldur óheppileg skilaboð lentu utan á pakkningum söluvöru þeirra, en utan á einum kaffipakkanum stendur meðal annars: „Ef þú vilt láta taka þig í ra****** hringdu þá í Gumma B“.
Halldóri er ekki skemmt yfir þessum skilaboðum og segir fyrirtækið taka þetta mjög alvarlega. „Þetta er náttúrlega algjört hugsunarleysi. Þetta var sett út í nokkra daga og um leið og við uppgötvuðum mistökin tókum við varninginn úr umferð og settum nýjar vörur í staðinn,“ segir Halldór.
Halldór segist ekki vita hverjir nákvæmlega eru ábyrgir fyrir mistökunum og vildi ekki aðspurður segja hvort þeim mönnum verði vikið úr starfi.