Slysavarnarfélagið Landsbjörg er ekki með sérstakan viðbúnað vegna óveðursins sem spáð er um helgina, en Veðurstofa Íslands spáir hvassri suðaustan- og austanátt sunnan- og vestan til á landinu með rigningu. Gangi spár eftir verður meðalvindhraði 13-20 m/s og staðbundnar hviður geta farið í 30 m/s.
„Við erum alltaf með okkar kerfi, þar sem við erum með 2000 -3000 manns sem eru til taks hverju sinni um allt land á öllum tímum sólarhrings,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu.
„Það líða ekki nema um 20 mínútur frá því að við köllum út og þar til fyrsti hópur er mættur í hús. Þannig að við byggjum bara á því.
Hvassast verður við suðvestan-ströndina og á hálendinu vestanverðu, en verulega á að draga úr vindi aðfaranótt sunnudags.