Enginn sérstakur viðbúnaður

Vindaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn, laugardaginn 21. júlí.
Vindaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn, laugardaginn 21. júlí. www.vedur.is

Slysavarnarfélagið Landsbjörg er ekki með sérstakan viðbúnað vegna óveðursins sem spáð er um helgina, en Veðurstofa Íslands spáir hvassri suðaustan- og austanátt sunnan- og vestan til á landinu með rigningu. Gangi spár eftir verður meðalvindhraði 13-20 m/s og staðbundnar hviður geta farið í 30 m/s.

„Við erum alltaf með okkar kerfi,  þar sem við erum með 2000 -3000 manns sem eru til taks hverju sinni  um allt land á öllum tímum sólarhrings,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu. 

„Það líða ekki nema um 20 mínútur frá því að við köllum út og þar til fyrsti hópur er mættur í hús. Þannig að við byggjum bara á því. 

Hvassast verður við suðvestan-ströndina og á hálendinu vestanverðu, en verulega á að draga úr vindi aðfaranótt sunnudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Flug
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert