Skeljungur hækkaði í gær verð á eldsneyti um þrjár krónur. Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu kostar nú 250,5 kr. og dísilolían er 20 aurum ódýrari. N1 hefur einnig uppfært verðið en þar kostar bensínið 247,3 kr. og dísilolían 250,8 kr.
Hjá öðrum stöðvum er algengsta verðið á bensíni um 245 kr. og dísilolían um einni krónu dýrari.