Belgingsvindur og rigning

Veðurstofan varar fólk við að vera á ferð með aftan-í-vagna …
Veðurstofan varar fólk við að vera á ferð með aftan-í-vagna á borð við fellihýsi á laugardag. Arnaldur Halldórsson

Útlit er fyrir blauta helgi um allt land. Þó er útlit fyrir að versta veðrið gangi yfir í dag,  laugardag, og heldur lægi þótt áfram rigni á sunnudag.

„Við suðurströndina verður komin einhver væta strax í fyrramálið, laugardag,“ sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofunni undir miðnætti. „Það hvessir upp úr hádegi og mun vindur nema um 15-23 metrum seinni partinn með rigningu. Hún færist í aukana eftir því sem líður á daginn og kvöldið. Undir miðnættið fer síðan að lægja og stytta upp sunnanlands.“

Aðspurður hvort Norður- og Vesturland slyppu virðist vætan ætla að ná þangað líka, þó ekki fyrr en á laugardagskvöld. „Rigningin kemur inn á Norðurlandið annað kvöld. Belgingsvindur verður þar líka og á Vestfjörðum annað kvöld, þó ekki alveg jafnhvasst og sunnanlands. En hlýtt og gott verður yfir daginn.“

Samkvæmt heimildum Veðurstofu verða býsna snarpar vindhviður undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum, á Kjalar- og Snæfellsnesi og víðar yfir daginn á laugardag. Er fólk beðið að vera ekki að ferðast með aftanívagna á meðan á þessu stendur en hætt er við að þeir fjúki út af. Þurfa tjaldbúar einnig að huga að hvassviðrinu og rigningunni fyrir annað kvöld og gera viðeigandi ráðstafanir varðandi útbúnað.

Það er því frekar blaut og hvöss helgi framundan. Samkvæmt Veðurstofunni tekur veðrið rúma helgi að ganga yfir og ætti að vera að öllu leyti gengið yfir á miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert