Hvasst á Bryggjuhátíð og fámenni

Stokkseyri.
Stokkseyri. www.mats.is

Hvasst er á Stokkseyri þar sem Bryggjuhátíðin fer fram um helgina undir yfirskriftinni „Brú til brottfluttra“.

Frekar fámennt er á hátíðinni í kvöld þar sem margir fóru af svæðinu vegna slæmrar veðurspár, að sögn Eydísar Hrannar Tómasdóttur. Engin rigning er í augnablikinu, en það rigndi fyrr í dag og í kvöld.

Ungmennafélag Stokkseyrar heldur hátíðina. Nú stendur yfir harmonikkuball í íþróttahúsi Stokkseyrar og lýkur kl. 22. Þá hefst skemmtun með hljómsveitinni Buff sem stendur til miðnættis og þá tekur við dansleikur á Draugabarnum með feðgunum Labba og Bassa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert